Veggir
The Coocoo´s Nest
okt 2021-des 2021



Serían Veggir sameinar og undirstrikar hið manngerða í samspili með náttúru í myndverkum og ljósmynum í seríu sem kallast “Veggir.” Abstrakt verkin eru öll innblásin frá veggjum í Reykjavík sem Guðný rakst á á ferðum sínum í borginni á óvejulegum stöðum og fönguðu strax auga hennar. Varla var hægt að sjá hvort um vandað listaverk væri að ræða eða einskæra tilviljun. 

Verkin eru tilraun að fanga óræðleika efnis í höndum íslensks umhverfis, og þeirrar síbreytilegu fagurfræði efnisleikans sem samspilið býður upp á. Veggirnir eru fangaðir í bæði ljósmynd og myndverki, þar sem ófyrirséð og óskipulögð listaverk náttúru og manns fær að lifa, mögulega í þessari einu mynd. Veggirnir munu halda áfram að breytast með veðri og vindum eða jafnvel hverfa með tímanum. Verkin spila þannig með varðveislu og tíma borgarlandslags og hvernig hægt er að fanga fegurðina í hversdagsleikanum. Þau sýna nýmyndun manngerðs umhverfis sem fangað hefur öfl náttúrunnar í litum, formum og áferðum og eru þau ákveðnar tilraunastúdíur á þessa eiginleika.