Á flóamörkuðum landsins situr ógrynni fallegra útsaumsverka og veggteppa eftir Íslendinga. Mikil nákvæmni og fallegir litir einkenna þessi verk. Þau eru oft vandlega innrömmuð og héngu á veggjum íslenskra heimila svo árum skipti, en nú tilheyra þau sögunni og rykfalla með öðrum sínum líkum. Hugmyndin snýr að endurnýtingu verkanna með áherslu á að
handverk Íslendinga, sem er hverfandi kunnátta, njóti sín áfram í nýju formi og nýtni. Verkin eru oft gerð á mjúkt og meðfærilegt strigaefni sem hægt er að endursníða og halda þanni verkinu á lofti, en á sama tíma myndast ný mynd með ófyrirséðum formum.
Hlutverk
HönnunarMars
Maí 2021


Félag vöru- og iðnhönnuða kallaði eftir hugmyndum að því hvernig finna má hlutum sem hafa eða eru að missa hlutverk sitt í hversdagsleikanum nýtt hlutverk. Dómnefnd á vegum félagsins valdi fjórtán hönnuði og hönnunarteymi til að vinna hugmyndina áfram í frumgerð og verður afrakstur þriggja vikna hönnunarferlis sýndur í Ásmundarsal á HönnunarMars næstkomandi.

Hönnuðir og hönnunarteymi á sýningu:

Ásgerður Ólafsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kamilla Henriau
Guðný Sara Birgisdóttir
Emilíu Borgþórsdóttir og Þórunni Hannesdóttir
Hákon Bragason
Hrafnkell Birgisson
Hreinn Bernharðsson, Garðar Eyjólfsson
Móki
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Krot og Krass
Marta Róbertsdóttir
Plastplan
Studio Flétta
Rebekka Ashley
Rúna Thors

Sýningarstjórar: Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir.